HAFIST HANDA
Kannaðu máliðSmellið hér til að lesa
Hver ertu og hvað ertu að selja?
Fyrst af öllu þarftu að vita hver er virðisauki þinn, hvaða sérstöku færni/eiginleika hefur þú að bjóða á markaðnum, færni, kunnáttu, styrkleika og veikleika (sem hægt er að vinna með), gerðu SVOT greiningu á sjálfum/sjálfri þér. Þá skaltu ákveða að hvaða markaði þú ætlar að einbeita þér að, hvað þú ætlar að selja, vöru eða þjónustu og hvernig þú ætlar að kynna framboðið þitt. Það er gott að gera það aðlaðandi, tilboð, blogg, auglýsingar á netmiðlum o.s.frv.
VerðlagningSmellið hér til að lesa
"Virði þitt ákvarðast af verðmiðanum sem þú setur á þig. Að vanmeta sjálfan þig verður þér dýrkeyp"
(Apoorve Dubey)
"Því meira sem þú einbeitir þér að virði vörunnar eða þjónustunnar þinnar því minni þýðingu hefur verðið."
(Brian Tracy)
Hvert er virði þitt?
- Hvaða reynslu hefurðu?
- Hvaða menntun hefurðu/fræðslu hefur fengið?
- Hver er þekking þín á geiranum?
- Að hvað mörgum verkefnum getur þú unnið að á sama tíma?
- Hvaða einstöku færni hefur þú fram að færa?
Virði vörunnar/þjónustunnar þarf ekki að passa við hvernig viðskiptavinurinn upplifir hana.
Hvert er verðið á markaðnum?
• Athugaðu hvað ráðgjafar og vinir segja um verðlagninguna hjá þér (það er hægt að nýta sér vefi eins og Glassdoor, Freelancing female, LinkedIn, o.s.frv.)
• Þekktu raunverulegan kostnað verkefnisins áður er verðið er ákveðið
• Hækkaðu verðið reglulega
• Kynntu þér samningatækni
Fjárhagslegt svigrúmSmellið hér til að lesa
Því meira fjármagn sem þú hefur í bankanum því minni áhætta og því meiri líkur á góðum árangri.
Mörg fyrirtæki misheppnast því að þau hafa ekki bjargir til að endast þar til að boltinn er farinn að rúlla. Hversu lengi getur þú starfað án viðskiptavina eða innkomu? Því meira fjármagn sem þú hefur í bankanum, því minni áhætta og því meiri líkur á að hlutirnir gangi upp. Það er mælt með því að byrja með fjármagn sem dugar til rekstursins fyrstu 6-12 mánuðina.
SamskiptiSmellið hér til að lesa
Hafðu samband við alla sem þú þekkir
- Gerðu lista yfir alla tengiliði, þar á meðal fjölskyldu, vini, fyrrum starfsfélaga, kunningja o.s.frv.
- Talaðu við þau um fyrirtækið þitt og sendu netpóst á alla tengiliði.
- Sendu netpóst, hringdu eða sendu skilaboð á þá sem þg grunar að gæti verið gagnlegt að kynna þjónustuna/vöruna þína fyrir, hvaða vanda hún leysir, fyrir hvern hún er ætluð og spyrðu hvort þau þekki einhvern sem hún gæti hentað. Þú gætir fengið nokkur meðmæli, að það verði bent á þig og það mun hjálpa til við að kynna þjónustuna/vöruna. Þetta mun þjálfa sölutæknina þína og hjálpa til að við að sjá fyrir hvaða spurningum þú mátt eiga vona á frá framtíðar viðskiptavinum.
- Taktu þátt í fundum/félagasamtökum sem eiga við verkefnið þitt – Leitaðu að hópum á samfélagsmiðlum
- Vinnurými þar sem margir starfa geta hentað vel. Það er góð leið til að hitta fólk og útvíkka hóp tengiliða og getur verið góður vinnustaður. Sumstaðar er hægt að prufa aðstöðuna frítt.
- Vertu til taks ef að tækifæri til samskipta kemur upp. Þegar þú nálgast fólk skaltu vera ákveðinn en ekki ágengur.
Reyndu að eyða ekki öllum tímanum í að vinna, farðu og hittu fólk og segðu frá. Fundir eru mjög mikilvægir og áhrifameiri en fjarfundir eða netpóstar.
https://www.youtube.com/watch?v=W0RSc9mtZp4
Sýnileiki er grundvallaratriði í markaðssetningu
Ganglegar vefsíður fyrir sjálfstætt starfandi:
⮚Hipatias
⮚People per Hour
⮚Upwork
⮚Codable
⮚Coaching Club (for coaches)
⮚Shapeways (for architects)
⮚Cocontest (for craft professionals)
⮚Það eru til svipaðar vefsíður fyrir næstum allar starfsgreinar
• Vertu sýnilegur á samfélagsmiðlum eins og LinkedIn, Google+, Twitter, Facebook, Instagram sem að gera það mögulegt að tengjast við samfélög og einstaklinga sem gætu haft áhuga á vörunni/þjónustunni þinni. Það fólk mun tengja þig við fleira fólk og fá fleiri til að skoða framboð þitt.
• Samt sem áður er það staðreynd að samfélgasmiðlar eru tímafrekir og stöðug vinna. Því er það grundvallaratriði að skilgreina hver markhópurinn er og að beina vinnunni að honum.
• Það er mælt með því að nýta sér sérstök tilboð eða fríar prufur til að ná athugli viðskiptavinanna á einfaldan hátt. Þetta getur leitt til þess að viðskiptavinir mæli með vörunni við aðra og það hjálpar til við að breiða út boðskapinn.
STJÓRNUN VIÐSKIPTATENGSLA (customer relationship management, CRM)
Gerðir viðskiptavinaSmellið hér til að lesa
Fjórar mismunandi gerðir af viðskiptavinum:
Eins skiptis viðskiptavinur: þú skaffar viðskiptavininum vöru eða þjónustu og þá er samskiptum ykkar lokið.
Hinn tryggi viðskiptavinur: Byrjaðu á verkefni. Hugsaðu um hvaða þjónustu þú getur boðið og um virði hennar þegar til skamms eða lengri tíma er litið (t.d. að búa til vefsíðu fyrir viðskiptavininn (viðhald) og bjóddu honum einnig aðra þjónustu s.s. söluherferð, fréttabréf, consulting calls o.s.frv.)
Virðisaukandi viðskiptavinur: mun kynna þig fyrir öðrum í greininni.
Óvirkur viðskiptvinur: Þú býrð til vöru eða þjónustu og hún mun sjálf selja sig þegar til lengri tíma er litið (t.d. þegar bók er skrifuð eða leiðbeiningar )
Hvað er það sem viðskiptavinurinn vill?Smellið hér til að lesa
TALAÐU VIÐ VIÐSKIPTAVININN
|