SOLOPRENEUR Skýringar á texta

TEXTASKÝRINGAR:
Áhangandi (follower)

SKILGREINING:

Einstaklingur sem fylgist með eða gerist áskrifandi að færslum annars á samfélagsmiðlum.

TEXTASKÝRINGAR:
Útgáfuplan (content calendar) fyrir samfélag

SKILGREINING:

Með þessu skipulagi má forðast mistök, óþarfa álag og fylgjast með framförum.

TEXTASKÝRINGAR:
Þróun áfangastaðar

SKILGREINING:

Að undirstrika hvers vegna þessi tiltekni staður er þess verður að heimsækja, jafnvel þó eða sérstaklega vegna þess að hann er utan alfaraleiðar

TEXTASKÝRINGAR:
"Popup" auglýsingar

SKILGREINING:

Tegund auglýsinga sem birtist í nýjum glugga. Þetta er lítill gluggi sem birtist óvænt þegar við erum að skoða vefsíðu, eða ætlum okkur að fara inn á síðuna.

TEXTASKÝRINGAR:
Afskekkt sem áfangastaður

SKILGREINING:

Að nýta fjarlægðina sem vaxtarbrodd samfélagsins á sviði ferðaþjónustu.

TEXTASKÝRINGAR:
Auglýsingaborðar (banners)

SKILGREINING:

Tegund auglýsinga. Þetta form auglýsinga á netinu samanstendur af því að fella auglýsingu inn á vefsíðu. Það er venjulega ljósmynd og lítill texti sem er birtist á vefsíðu þess sem selur auglýsinguna.

TEXTASKÝRINGAR:
Að framkalla hugmynd (idea generation)

SKILGREINING:

Að framkalla hugmynd er ákveðið ferli við að kasta fram og móta hugmyndir. Það eru tvær leiðir til að smíða hugmynd og breyta henni í nýstárlegt hugtak.

TEXTASKÝRINGAR:
COSME-áætlunin

SKILGREINING:

Miðar að því að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum aðgang að fjármagni á öllum stigum rekstursins, þ.e. sköpun, stækkun eða flutningi. COSME fjármagnar Enterprise Europe Network sem hjálpar litlum og meðalstórum fyrirtækjum að finna og skilja löggjöf ESB. COSME styður frumkvöðla með því að styrkja frumkvöðlamenntun, menntun, leiðbeiningar og aðra stuðningsþjónustu.

TEXTASKÝRINGAR:
Deming Wheel skífan

SKILGREINING:

Deming skífan er líkan til að bæta gæði þjónustu og vöru en skífan samanstendur af fjórum lykilþrepum: „Plan, Do, Study, and Act.“

TEXTASKÝRINGAR:
Einfalda leiðin (Points of Single Contact)

SKILGREINING:

Er vefgátt stjórnvalda sem gerir þjónustuaðilum kleift að fá þær upplýsingar sem þeir þurfa og ljúka stjórnsýsluferlum á netinu.

TEXTASKÝRINGAR:
Endurgjöf (feedback)

SKILGREINING:

Endurgjöf er gagnleg við hugmyndaþróun. Að fá fjölbreytta endurgjöf slípar hugmyndina og gefur vísbendingar um markhópa.

TEXTASKÝRINGAR:
Evru greiðslusvæðið (SEPA)

SKILGREINING:

Verkefni kynnt af Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem miðar að því að útvíkka Evrópusamrunann til smásölugreiðslna í evrum sem gerðar eru með millifærslum, beingreiðslum og greiðslukortum.

TEXTASKÝRINGAR:
Evrópski félagssjóðurinn (European Social Fu

SKILGREINING:

stuðlar að frumkvöðlastarfi með fjármála- og viðskiptaþjónustu.

TEXTASKÝRINGAR:
Evrópskur klasasamvinnuvettvangur (European &#

SKILGREINING:

yfirlit yfir gerninga ESB sem stuðla að alþjóðavæðingu og samþættingu evrópsks atvinnulífs, til að bæta þekkingu hugsanlegra hagsmunaaðila og styðja "SME" alþjóðavæðingu utan ESB.

TEXTASKÝRINGAR:
Fimm aðferðir markvissrar skapandi hugsunar

SKILGREINING:

Aðferðin nýtir fimm hugsanamynstur sem nefnast frádráttur, margföldun, skipting, sameining og víxlháðir

TEXTASKÝRINGAR:
Fjárhagsáætlun

SKILGREINING:

Röð útgjaldaliða og fjárfestinga sem endurspegla langtímamarkið fjárfestis. Fjárhagsupplýsingar skiptast í fjóra hluta: · Efnahagsreikningur · Rekstrarreikningur / tap og tekjur · Sjóðstreymisyfirlit · Stofnkostnaður Út frá þessum atriðum höfum við forsendur til frekari fjárhagslegrar greiningar.

TEXTASKÝRINGAR:
GDPR (eða RGPD)

SKILGREINING:

Er nýja evrópska reglugerðin um gagna- og persónuvernd. Hún tók gildi árið 2018 og hefur áhrif á öll fyrirtæki sem vinna persónuupplýsingar um íbúa Evrópu. Reglugerðin nær almennt til nokkurra þátta: · Að staðla gagnavernd á evrópskum vettvangi. · Að styrkja fyrirtæki við að þróa sinn eigin ramma. · Að styrkja rétt fólks til persónuverndar (réttur til aðgangs, réttur til að gleymast, réttur til flytjanleika o.s.frv.).

TEXTASKÝRINGAR:
Gagnaleynd

SKILGREINING:

Réttur einstaklings til að halda persónulegum málum sínum og venslum leyndum; rétturinn sem sérhver einstaklingur hefur til að halda persónulegu lífi sínu eða persónulegum upplýsingum leyndum eða aðeins á vitorði fárra

TEXTASKÝRINGAR:
Hugarkort (mind mapping)

SKILGREINING:

Hugarkort er öflugt tæki til að skipuleggja hugmyndir og hugarflug. Hugarkort lítur út eins og tré, aðalhugmyndin er í stofninum og þaðan vaxa trjágreinar, tengdar hugmyndir.

TEXTASKÝRINGAR:
Lagaréttur

SKILGREINING:

Lögfræðileg staða, varin með lögum og reglum, sem verndar okkar athafnir við að ná settum markmiðum í viðskiptum.

TEXTASKÝRINGAR:
Meðmæli (testimonials)

SKILGREINING:

Meðmæli frá frægðarfólki eða ánægðum viðskiptavini sem staðfesta frammistöðu, gæði og / eða gildi vöru eða þjónustu. Meðmæli af þessu tagi eru eitt öflugasta tæki markaðssetningarinnar.

TEXTASKÝRINGAR:
Markviss skapandi hugsun

SKILGREINING:

„Markviss frumleg hugsun“ er tækni til að finna til nýjar lausnir, með því að skoða hugmynd eða vöru frá mismunandi sjónarhornum.

TEXTASKÝRINGAR:
Markaðsvakt (marketing watch)

SKILGREINING:

Allar aðferðir sem gera fyrirtækinu kleift að hlusta á umhverfi sitt (samkeppnisaðilar, viðskiptavinir, dreifingaraðilar, þjóðhagsumhverfi)

TEXTASKÝRINGAR:
PR (almannatengsl)

SKILGREINING:

Sérfræðingar í almannatengslum hjálpa fyrirtæki eða einstaklingi að rækta jákvætt orðspor með ýmsum ógreiddum eða áunnum umfjöllunum. Til dæmis hefðbundnum fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og persónulegum samskiptum. Þeir hjálpa einnig viðskiptavinum að verja orðspor þegar svo ber undir.

TEXTASKÝRINGAR:
Stjórnborð (dashboard)

SKILGREINING:

Viðmótið þar sem þú getur fylgst með og greint virkni á því efni sem þú birtir.

TEXTASKÝRINGAR:
Straumlínuferli (streamline)

SKILGREINING:

Hugmynd sem miðar að skilvirkni ferla, með því að einfalda eða útrýma óþarfa skrefum.

TEXTASKÝRINGAR:
Stökkpallurinn

SKILGREINING:

„Tíminn sem þú hefur þar til verkefninu er ýtt úr vör, sé miðað við að núverandi tekjur og að gjöld haldist stöðug. Yfirleitt reiknað út frá núverandi fjárhagsstöðu deilt með mánaðarlegum útgjöldum.

TEXTASKÝRINGAR:
Stafræn tækni

SKILGREINING:

Rafræn tæki, kerfi, tæki og tækifæri sem búa til, geyma eða vinna úr gögnum. Vel þekkt dæmi eru samfélagsmiðlar, netleikir, fjölmiðlun og farsímar. Stafrænt nám er hvers konar nám sem notar tækni

TEXTASKÝRINGAR:
Svíta (suite)

SKILGREINING:

Skráarsvíta eru gögn sem keyra á fleiri en einu forriti.

TEXTASKÝRINGAR:
STARFSHÆFNI

SKILGREINING:

Starfshæfni er skilgreind samkvæmt European Centre for the Development of Vocational Training (Cedefop) í Skills Panorama Glossary sem: sambland af ákveðnum atriðum (svo sem sérfræðiþekkingu og hæfniþáttum) sem gerir einstaklingum kleift að fá vinnu, halda sér í vinnu og taka framförum á vinnuferlinum.

TEXTASKÝRINGAR:
SWOT greining

SKILGREINING:

Greining til að ákvarða hversu náið fyrirtæki er í takt við áætlanir og árangursviðmið. Skilgreinir styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnir fyrirtækis.

TEXTASKÝRINGAR:
Sameiginlegt vinnurými

SKILGREINING:

Sameiginlegt vinnurými er vinnufyrirkomulag sem felur í sér einstaklinga sem vinna sjálfstætt eða í samvinnu í sameiginlegu skrifstofuhúsnæði. Hinn dæmigerði notandi er sjálfstætt starfandi. Sum fyrirtæki nota rýmin til að útvega starfsmönnum búnað, rými og þjónustu sem þeir hefðu annars ekki tök á.

TEXTASKÝRINGAR:
Samfélagsþátttaka

SKILGREINING:

Fyrirtæki þitt þarf að vera í góðum tengslum við samfélagið. Reyndu að ná til fólks með efni á samfélagsmiðlum og vertu sömuleiðis iðin/n við að kommenta hjá öðrum.

TEXTASKÝRINGAR:
Samfélag á samfélagsmiðlum

SKILGREINING:

Í stað þess að reyna að fá eins marga fylgjendur og mögulegt er, einbeittu þér að því að finna viðskiptavini sem hafa áhuga. Þetta fólk er líklegra til að deila efninu á samfélagsmiðlum og eiga í viðskiptum síðar meir.

TEXTASKÝRINGAR:
Samþykki

SKILGREINING:

Samkomulag um vinnslu persónuupplýsinga.

TEXTASKÝRINGAR:
Tenglsanetið (networking)

SKILGREINING:

Tengslamyndun eru félagsleg samskipti þeirra sem starfa á tilteknum sviðum atvinnulífsins. Til dæmis viðburðir þar sem frumkvöðlar hittast.

TEXTASKÝRINGAR:
Upphafssíðan (landing page)

SKILGREINING:

Er vefsíðan þín, eða sá hluti hennar, sem viðskiptavinurinn lendir á þegar hann smellir á tiltekna auglýsingu. Upphafssíður eru hannaðar með eitt markmið sem kallast "Call to Action (CTA)" eða „Bregðast við núna“.

TEXTASKÝRINGAR:
Vefslóð (url)

SKILGREINING:

"Uniform Resource Locator" (URL) er einstakt auðkenni sem notað er til að finna efni á netinu.

TEXTASKÝRINGAR:
Virði (value offered)

SKILGREINING:

mismunurinn af ávinningi viðskiptavinar og þeim kostnaði sem hann greiðir.

TEXTASKÝRINGAR:
Viðskiptagreind (Business intelligence)

SKILGREINING:

Greiningatækni sem nær til allra þátta; félagslegra, fyrirtækja, samkeppnishæfni, viðskiptagreind, birgðavakt, myndvöktun, lögfræðilega vakt eða gamla tækni.

TEXTASKÝRINGAR:
Viðskiptamódel

SKILGREINING:

Samstillt skjal sem lýsir hugmyndum, tilgangi, ágóða, kostnaði, aðgerðum og samskiptum alls verkefnisins. Greinir þá hugmyndafræði sem stofnunin vinnur eftir við að skapa, dreifa og fanga virði.

TEXTASKÝRINGAR:
Viðskiptavenslastjórnun (CRM)

SKILGREINING:

Er aðferð til að stjórna samskiptum fyrirtækisins við viðskiptavini og mögulegan viðskiptahóp.

TEXTASKÝRINGAR:
Viðskiptaáætlun

SKILGREINING:

Greining á verkefninu, oft varðandi langtímahorfur á kostnaði og tekjum.

TEXTASKÝRINGAR:
Samfélagsmiðlar

SKILGREINING:

Samanstendur af samskiptaleiðum á netinu sem tileinkaðar eru samskiptum samfélagsins, miðlun efnis og samvinnu. Til dæmis umræðuþræðir, blogg, samfélagsmiðlar, "social bookmarks" eða wiki-síður

TEXTASKÝRINGAR:
Smáforrit í gagnaveri (cloud app)

SKILGREINING:

Er forrit stutt nettengingu, þar sem einhver, eða öll, úrvinnsla og gagnageymsla er unnin á „skýinu“.