SOLOPRENEUR: Self-Employability in Remote Regions of Europe

Fyrsti viðskiptavinurinn


COU_1_IS  

 Title
Fyrsti viðskiptavinurinn

 Keywords
Tengslanet, stökkpallar, sameiginleg vinnurými

 Author
ECCA

 Languages
English

 Objectives/goals
Sem einyrkjafrumkvöðull getur verið erfitt að vera sýnilegur öllum mögulegum viðskiptavinum. Af þessum sökum, býður þetta námskeið þér möguleika á að móta þitt vörumerki, uppgötva ólíka markhópa og læra áberandi markaðssetningu. Sömuleiðis verður farið yfir samskipti við viðskiptavini.


 Description
Sem einyrkjafrumkvöðull þarftu að undirstrika og þekkja til hlítar þá einstöku hæfileika sem þú hefur upp á að bjóða til þess að móta og styrkja vörumerkið. Að þessu námskeiði loknu hefur þú markvissari sýn á tækifærin og möguleikana við að eignast trygga viðskiptavini. Einn mikilvægasti þátturinn við vöruþróun er að halda í viðskiptavininn og á þessu námskeiði lærir þú grunnatriði í stjórnun samskipta við viðskiptavini. Síðast en ekki síst skiptir öllu máli að huga vel að okkur sjálfum þegar við vinnum ein og þess vegna verður farið yfir nokkur gagnleg ráð um vellíðan í starfi.

 Contents in bullet points
Hluti 1 - Hafist handa Hluti 2 - Grunnatriði í samskiptum við viðskiptavini Hluti 3 - Vöruþróun og markaðssetning Hluti 4 - Eigin vellíðan


 Contents


 Fyrsti viðskiptavinurinn

HAFIST HANDA


  Kannaðu málið

 Hver ertu og hvað ertu selja?

Fyrst af öllu þarftu að vita hver er virðisauki þinn, hvaða sérstöku færni/eiginleika hefur þú að bjóða á markaðnum, færni, kunnáttu, styrkleika og veikleika (sem hægt er að vinna með), gerðu SVOT greiningu á sjálfum/sjálfri þér. Þá skaltu ákveða að hvaða markaði þú ætlar að einbeita þér að, hvað þú ætlar að selja, vöru eða þjónustu og hvernig þú ætlar að kynna framboðið þitt. Það er gott að gera það aðlaðandi, tilboð, blogg, auglýsingar á netmiðlum o.s.frv.



  Verðlagning

"Virði þitt ákvarðast af verðmiðanum sem þú setur á þig. Að vanmeta sjálfan þig verður þér dýrkeyp"

(Apoorve Dubey)

"Því meira sem þú einbeitir þér virði vörunnar eða þjónustunnar þinnar því minni þýðingu hefur verðið."

(Brian Tracy)

Hvert er virði þitt?

  •      Hvaða reynslu hefurðu?
  •      Hvaða menntun hefurðu/fræðslu hefur fengið?
  •      Hver er þekking þín á geiranum?
  •      Að hvað mörgum verkefnum getur þú unnið á sama tíma?
  •      Hvaða einstöku færni hefur þú fram færa?

Virði vörunnar/þjónustunnar þarf ekki að passa við hvernig viðskiptavinurinn upplifir hana.

Hvert er verðið á markaðnum?

• Athugaðu hvað ráðgjafar og vinir segja um verðlagninguna hjá þér (það er hægt nýta sér vefi eins og Glassdoor, Freelancing female, LinkedIn, o.s.frv.)
• Þekktu raunverulegan kostnað verkefnisins áður er verðið er ákveðið
• Hækkaðu verðið reglulega
• Kynntu þér samningatækni


  Fjárhagslegt svigrúm

Því meira fjármagn sem þú hefur í bankanum því minni áhætta og því meiri líkur á góðum árangri.

Mörg fyrirtæki misheppnast því þau hafa ekki bjargir til endast þar til boltinn er farinn rúlla. Hversu lengi getur þú starfað án viðskiptavina eða innkomu? Því meira fjármagn sem þú hefur í bankanum, því minni áhætta og því meiri líkur á hlutirnir gangi upp. Það er mælt með því byrja með fjármagn sem dugar til rekstursins fyrstu 6-12 mánuðina.



  Samskipti

Hafðu samband við alla sem þú þekkir

 

 

  • Gerðu lista yfir alla tengiliði, þar á meðal fjölskyldu, vini, fyrrum starfsfélaga, kunningja o.s.frv.
  • Talaðu við þau um fyrirtækið þitt og sendu netpóst á alla tengiliði.
  • Sendu netpóst, hringdu eða sendu skilaboð á þá sem þg grunar að gæti verið gagnlegt að kynna þjónustuna/vöruna þína fyrir, hvaða vanda hún leysir, fyrir hvern hún er ætluð og spyrðu hvort þau þekki einhvern sem hún gæti hentað. Þú gætir fengið nokkur meðmæli, að það verði bent á þig og það mun hjálpa til við að kynna þjónustuna/vöruna. Þetta mun þjálfa sölutæknina þína og hjálpa til að við að sjá fyrir hvaða spurningum þú mátt eiga vona á frá framtíðar viðskiptavinum.
  • Taktu þátt í fundum/félagasamtökum sem eiga við verkefnið þitt – Leitaðu að hópum á samfélagsmiðlum
  • Vinnurými þar sem margir starfa geta hentað vel. Það er góð leið til að hitta fólk og útvíkka hóp tengiliða og getur verið góður vinnustaður. Sumstaðar er hægt að prufa aðstöðuna frítt.
  • Vertu til taks ef að tækifæri til samskipta kemur upp. Þegar þú nálgast fólk skaltu vera ákveðinn en ekki ágengur.

 

Reyndu að eyða ekki öllum tímanum í að vinna, farðu og hittu fólk og segðu frá. Fundir eru mjög mikilvægir og áhrifameiri en fjarfundir eða netpóstar.

https://www.youtube.com/watch?v=W0RSc9mtZp4

 

Sýnileiki er grundvallaratriði í markaðssetningu

Ganglegar vefsíður fyrir sjálfstætt starfandi:
 
⮚Hipatias
⮚People per Hour
⮚Upwork
⮚Codable
⮚Coaching Club (for coaches)
⮚Shapeways (for architects)
⮚Cocontest (for craft professionals)
⮚Það eru til svipaðar vefsíður fyrir næstum allar starfsgreinar
• Vertu sýnilegur á samfélagsmiðlum eins og LinkedIn, Google+, Twitter, Facebook, Instagram sem gera það mögulegt tengjast við samfélög og einstaklinga sem gætu haft áhuga á vörunni/þjónustunni þinni. Það fólk mun tengja þig við fleira fólk og fleiri til skoða framboð þitt.
• Samt sem áður er það staðreynd samfélgasmiðlar eru tímafrekir og stöðug vinna. Því er það grundvallaratriði skilgreina hver markhópurinn er og beina vinnunni honum.
• Það er mælt með því nýta sér sérstök tilboð eða fríar prufur til athugli viðskiptavinanna á einfaldan hátt. Þetta getur leitt til þess viðskiptavinir mæli með vörunni við aðra og það hjálpar til við breiða út boðskapinn.


STJÓRNUN VIÐSKIPTATENGSLA (customer relationship management, CRM)


  Gerðir viðskiptavina

Fjórar mismunandi gerðir af viðskiptavinum:

Eins skiptis viðskiptavinur: þú skaffar viðskiptavininum vöru eða þjónustu og þá er samskiptum ykkar lokið.

Hinn tryggi viðskiptavinur: Byrjaðu á verkefni. Hugsaðu um hvaða þjónustu þú getur boðið og um virði hennar þegar til skamms eða lengri tíma er litið (t.d. að búa til vefsíðu fyrir viðskiptavininn (viðhald) og bjóddu honum einnig aðra þjónustu s.s. söluherferð, fréttabréf, consulting calls o.s.frv.)

Virðisaukandi viðskiptavinur: mun kynna þig fyrir öðrum í greininni.

Óvirkur viðskiptvinur: Þú býrð til vöru eða þjónustu og hún mun sjálf selja sig þegar til lengri tíma er litið (t.d. þegar bók er skrifuð eða leiðbeiningar )



  Hvað er það sem viðskiptavinurinn vill?

TALAÐU VIÐ VIÐSKIPTAVININN

Einfaldast er að tala bara við viðskiptavininn:

- Finndu út hverjar þarfirnar eru
- Spyrðu hann beint út
- Finndu út hvaða persónuleg og fagleg markmið hann hefur

 



  Viðskiptavild

• Traust viðskiptavinarins er fengið með gæðum þjónustunnar. Þess vegna er mikilvægt viðhalda alltaf þessari góðu þjónustu

 

• Þetta á við um þá einstaklinga sem viðskiptavinurinn hefur samskipti við og á netinu er vefsíðan mikilvæg. Það þarf huga því hvernig hún þjónustar viðskiptavini, til eiga viðskipti og borga fyrir þau. Fyrirtæki verða hafa viðskiptavini í huga þegar þessi ferli eru hönnuð. 

 

• Það viðhalda vefsíðu þýðir einnig hafa þar traustar upplýsingar sem skipta máli, að sýna vörurnar og gera samskipti við fyrirtækið auðveldari. 
• Gerðu viðskiptavininum tilboð!

 



  Þjónusta við viðskiptavini

https://www.youtube.com/watch?v=GH1TXfQSwUQ

 

eiga við erfiða viðskiptavini

• Að búa til verkferla til eiga við erfið símtöl
• Að koma í veg fyrir stigmögnun í símtalinu og stefna því viðskiptavinur fái þau svör sem hann þarf í fyrsta símtali
• Að halda sinni og losa sig við stress milli samtala
• Að læra að vera sendifulltrúi milli fyrirtækisins og viðskiptavinarins

 

Jákvæð samskipti

• Hvernig nota má samhyggð og jákvæð orð og setningar til milda neikvæðar upplýsingar og auka samvinnu
• Góðar leiðir til viðmælandann til að taka þátt í samtalinu án þess missa stjórnina og stýra lengd samtalsins.
• Virk hlustun
• Að búa til faglegan, gagnorðan og áhrifaríkan netpóst.
 

Kurteisi í símtölum

• Stutt, viðeigandi kveðja til fyrstu hughrifin verði jákvæð.
• Að nota bestu starfsvenjur hvers tíma til setja viðskiptavin á bið, flyta símtalið og til enda samtalið með kurteisi og fagmennsku.
• Nærgætni við spyrja spurninga í upplýsingarleit

 

Persónuleg ábyrgð/Ownership mentality

• Allaf hafa það í huga maður er veita þjónstu- Hvernig afstaða manns hefur áhrif á þjónustuna sem er veitt
• Að beina athyglinni lausn vandans frekar en leita sökudólgnum
• Að halda jákvæðni í röddinni þó dagurinn hafi verið ömurlegur
• Að sjá þjónustu við viðskiptavininn sem þýðingarmikið starf og hvernig það hefur áhrif á velgengi fyrirtækisins

 



MARKAÐSSETNING


  Vörumerkið þitt

Vefsíðan þín er heimili þitt á vefnum, staður fyrir efnið sem þú býrð til og staður sem þeir sem þú vilt verði hluti af tengslaneti þínu geta heimsótt. Þó þú sért virkur á mörgum samfélagsmiðlum þá eiga þeir miðlar efnið sem þú setur þar inn. Þú þarft eiga þitt eigið vörumerki og nýta þér það.

 

Mælt er með skoða Medium til búa til þína eigin bloggsíðu.



  Kynntu þig í ræðu og riti

Skipuleggðu viðburði til að deila reynslu þinni

Þegar þú stækkar tenglsanetið stækkar þú einnig!

• Mörg samtök nýta sér að bjóða fyrirlesurum/ræðumönnum sem geta deilt einhverju frumlegu eða nýju á samkomur.
• Þetta er góð leið til að deila reynslu þinni.
• Að auki getur verið gott að skrifa blogg eða í blöðin til að deila hugmyndum sínum, viðfangsefnum og til að styðja við færni þína og auka reynslu.
• Beindu athyglinni að því jákvæða: Þegar þú talar við mögulega viðskiptavini, þá getur verið að þeira hafa alls konar spurningar sem þú hefur ekki góð svör við. T.d. Hvað eru viðskiptavinir þínir margir? Hversu lengi hefur fyrirtækið starfað? Reyndu að svara þeim með því að benda á það jákvæða: Hversu marga viðskiptavini ég hef fyrir utan þig? Það sem er mikilvægast er sú staðreynd að 95% af þeim sem hafa reynt vöruna/þjónustna mína myndu mæla með henni við vini sína

Segðu frá árangri þínum

Deildu ferilskránni (portfolio):

✔GitHub (fyrir forritara)
✔Behance (hönnuðir)
✔Dribbble (hönnuðir)
✔InVision
✔Contently

      ✔Wordpress: (rithöfundar)

Hjálplegur hugbúnaður við rekstur fyrirtækja:​

⮚Slack
⮚99designs
⮚Codeacademy
⮚HubSpot
⮚FocusLab
⮚FreeAgent
⮚Clear Slide
⮚mHelpDesk



  Nýttu þér jákvæða upplifun viðskiptavina þinna í markaðssetningu

Meðmæli: Tilvitnanir, myndbönd, hljóðskrár, dæmisögur, samfélagsmiðlar, viðtöl við viðskiptavini, jafningjamat, blaðaumfjallanir, blogg  og umsagnir frá gestum.

Til þess að reksturinn hjá þér blómstri þarft þú að eiga þátt í að viðskiptavinir þínir nái markmiðum sínum 

Það kostar vinnu að verðskulda meðmæli og jákvæðar umsagnir:

Það er grunnatriði umsögnum viðskiptavina, allir ánægðir viðskiptavinir ættu að vera hluti af markaðssetningunni

Það er hægt nýta sér verkfæri eins og t.d. Quote, myndbönd, dæmisögur, samfélagsmiðla, viðtöl við viðskiptavini, blaðadóma, blogg og umsagnir gesta.

Aðalatriðið er til þess reksturinn hjá þér blómstri þarft þú eiga þátt í að viðskiptavinir þínir nái markmiðurm sínum 

Fylgstu með árangri þínum

Það er nauðsynlegt að meta allar aðgerðir þínar til að þekkja hversu áhrifaríkar þær í raun eru, bera væntingar þínar saman við niðurstöðurnar og gera endurbætur. Þannig verður þetta að lærdómsferli þar sem því meira sem þú fylgist með árangri þínum, því meiri skilning hefur þú á eigin rekstri og markaðnum. 

Þátttaka í viðskiptasamfélaginu og samfélaginu í kringum þig.

• Með því sækja viðburði í geiranum sem þú starfar í þá getur þú fundið út hverjir það eru sem hafa áhrif í starfsumhverfi þínu.
• Með því bjóða fram hjálp þína þá getur verið þú fáir það endurgoldið. Það hjálpar líka við kynna starfsemina. Það er einnig mælt með því bjóða fram hjálp sína í hópum á Facebook og öðrum svipuðum samfélagsmiðlum/hópum á netinu.
• Fólk á venjulega viðskipti við þá sem þeim líkar við og treystir. Viðskiptasamband getur eins myndast á fundi eins og á menningarviðburði eða fjáröflunarsamkomu.
• Það er því mikilvægt að vera sveigjanlegur þegar kemur því skoða á hvaða vettvangi hægt kynna starfsemi sína. Einbeittu þér því standa þig í því samfélagi sem þú vilt einbeita þér að, það getur verið gott mynda tengsl sem eru ekki bara viðskiptalegs eðlis.  Það mun skila sér í tækifærum sem munu birtast án þess þú þurfir sérstaklega vinna þeim.
• Einn möguleikinn er vinna frítt. Ef þú hefur enga reynslu, enga viðskiptavini og sérð enga leið til ná í viðskiptavini, þá skaltu hafa samband við einhvern sem þú veist þarf á hjálp halda og hjálpaðu þeim í skiptum fyrir meðmæli/umsögn.
 


  Samvinna við samkeppnisaðila

• Myndaðu samband við réttu fyrirtækin, það getur leitt til samvinnu. Oft eru fyrirtæki með fleiri verkefni en þau ráða við sem getur leitt til þess þau leiti til þín um að taka að þér þau verkefni sem þau geta ekki sinnt sjálf. 
• Með samvinnu lærir þú um fyrirtæki þeirra sem hjálpar þér.  T.d. um stjórnun og nýjar/frumlegar hugmyndir fyrir verkefni. 
• Á sama hátt byggir þú upp trúverðuleika á markaðnum með því vinna með erfirtektarverðum vörumerkum og getur þannig unnið þér inn traust neytenda. 
  •        Help A Reporter Out (HARO) er ókeypis þjónusta sem tengir heimildamenn við fréttamenn.  
  •        Þú færð tölvupósta um það hvaða heimildum fréttamenninir eru að leita eftir. 
  •       Ef þú sérð eitthvað sem þú getur skrifað um þá er það möguleiki til að fá umfjöllun um þig í blaði. Einnig er hægt að hafa samband við fréttamenn og bjóðast til að vera heimildamaður og setja fram hugmyndir um greinar sem hægt væri að skrifa með hjálp þinni. 


HUGSAÐU VEL UM SJÁLFAN ÞIG


  Góðar venjur

"Þeir sem eru sjálfstætt starfandi skipta öryggi sínu út fyrir frelsi"

Fjöldi sjálfstætt starfandi hefur aukist og vaxandi áhyggjur eru af vinnurétti, atvinnuöryggi og andlegri heilsu þessa hóps. 

Það er ekki óalgengt sjálfstætt starfandi geti lent í kvíða eða þunglyndi þegar enga vinnu er fá. Sjálfstætt starfandi eru oft einangraðir og stuðningsnet þeirra er mjög mikilvægt. 

 

(https://cmr.berkeley.edu/blog/2016/4/freelancers/)



  Góðar venjur

  • Borðaðu rétt
  • Sofðu nóg
  • Lærðu að takast á við stress á heilbrigðan hátt
  • Taktu frá tíma fyrir þig
  • Gerðu samning við viðskiptavini þína
  • Verðu tíma með fjölskyldu og vinum
  • Afmarkaðu skýrt vinnutíma þinn

 



 Results

1. Hafist handa · Kannaðu málið · Verðlagning · Fjárhagslegt svigrúm · Samskipti · Virkni á netinu 2. Stjórnun viðskiptatengsla · Markhópurinn · Hvað er það sem viðskiptavinurinn vill? · Viðskiptavild · Þjónusta við viðskiptavini 3. Vöruþróun og markaðssetning · Vörumerkið þitt · Kynntu þig í ræðu og riti · Nýttu þér jákvæða upplifun viðskiptavina þinna í markaðsetningu · Samstarf við keppinauta 4. Eigin vellíðan · Góðar venjur

 Bibliography


 Training Fiche PPT:
255_1.solopreneur_fyrstiviethskiptavinurinn(ecca).pptx

Consortium

Open it
Maptic
Radio Ecca
HAC
IHF
Internet Web Solutions
IDP


Get in touch



This project has been funded with support from the European Commission. This web site and its contents reflects the views only of the authors, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
Erasmus Plus