Þekkingarnet Þingeyinga tekur þátt í upphafsfundi Evrópuverkefnisins SOLOPRENEUR í Brussel.

  • 17/01/2019

TIL BAKA





Þekkingarnet Þingeyinga tekur þátt í upphafsfundi Evrópuverkefnisins SOLOPRENEUR í Brussel.

17/01/2019

Þann 17. og 18. janúar sat starfsmaður Þekkingarnets Þingeyinga upphafsfund (Kick-Off meeting) í Evrópuverkefninu SOLOPRENEUR ásamt fulltrúum frá 8 samstarfsaðilum sem koma frá 5 löndum (Belgíu, Kýpur, Frakklandi, Ítalíu og Spáni). Verkefni er fjármagnað í gegnum Erasmus Plus styrkjaáætlun ESB.
Evrópski vinnumarkaðurinn er að fara í gegnum nokkuð athyglisverðar breytingar, með töluverðri aukningu á atvinnuleysi, vaxandi þörf á markvissri fræðslu og miklu meiri og örari hreyfingu vinnuafls á vinnumarkaðinum. Efnahagsleg, félagsleg og tæknileg þróun hefur þannig aukið nokkuð tækifæri fyrir einstaklinga til að starfa á eigin vegum sem frumkvöðlar á vinnumarkaði (e. “Independent Professionals” eða “Solo Entrepreneurs”).
SOLOPRENEUR verkefninu er ætlað að aðstoða einstaklinga sem búa á dreifbýlli stöðum í Evrópu þar sem fjarlægðirnar þrengja að atvinnutækifærum og einnig þeim sem hafa áhuga á frumkvöðlastarfsemi og vilja hefja sinn eigin rekstur. Markmiðið með verkefninu er að þróa og útbúa aðgengilegt fræðsluefni og þjálfunaraðferðir, til að efla atvinnumöguleika á þessum svæðum, sérstaklega fyrir þá sem vilja koma sér inn á vinnumarkaðinn að nýju með eigin atvinnurekstri.
Markmið verkefnisins eru ennfremur að aðstoða einstaklinga við að efla þekkingu sína og færni ásamt því að veita þeim aðstoð með fræðsluefni til að auka möguleika á að komast aftur inn á vinnumarkað eða skapa sér sína eigin atvinnu. Í ljósi alls þessa var upphafsfundurinn í Brussel frábært tækifæri til að hitta samastarfsaðila okkar og ná þar fram sameiginlegum skilningi á verkefnið. Línur voru lagaðar um hvaða aðferðarfræði skyldi notuð og hvernig vinna næstu tveggja ára mun vera.
Þekkingarnet Þingeyinga mun sjá um að kortleggja frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Taka saman hvaða þekking er til staðar og hvaða möguleikar eru í boði. Margt mjög athyglisvert hefur nú þegar verið unnið hér á landi þegar kemur að frumkvöðlastarfsemi, okkar verkefni er að taka þetta allt saman, líkt og samstarfsaðilar okkar gera í sínum heimalöndum. Þegar þeirri vinnu er lokið ætti útkoman að vera mjög góð yfirsýn á frumkvöðlastarfsemi á Evrópska vinnumarkaðinum. Þá fyrst verður hægt að sjá hverju þarf að bæta við og hvaða fræðsluefni það verður sem við munum leggja áherslu á að þróa, prófa og bjóða svo upp á.