SOLOPRENEUR ΕΚΠΑΙΔΕΥΣΗ

Emprendizaje Project




 Keywords

Frumkvöðlastarf, nýsköpun í dreifbýli


 Description:

Verkefnið Emprendizaje er búið til af Ruralavanza og miðar að því ýta undir frumkvöðlastarf og að hlúa að nýjum og eldri verkefnum. Hugmyndin snýr að þróun hæfni til frumkvöðlastarfs meðal íbúa svo þeir geti stuðlað að framþróun í efnahagslífi minni samfélaga.
Verkefnið er styrkt af sveitarstjórn Castellon fyrir nýsköpun til atvinnusköpunar til að stuðla að frumkvöðlastarfsemi og hagvexti.
Samtökin Ruralavanza veðja á að frumkvöðlastarfsemi og stofnun fyrirtækja gefi atvinnumöguleika, tækifæri fyrir einstaklinga til að byggja sig upp og ýti undir sjálfbæra þróun í samfélaginu.
Þau telja að heimur frumkvöðlastarfsemi sé leið fyrir alla inn á vinnumarkaðinn og stuðli að árangri einstaklinga og hópa. Hún sé leið fyrir samfélagslega þróun og félagslegan hreyfanleika. Frumkvöðlastarfsemi gerir fólki kleift að byggja upp og breyta umhverfi sínu og aðstæðum sínum. Það að vera frumkvöðull þýðir að bæta framtíðarhorfur og opnar nýja möguleika til framtíðar.
Ástand atvinnumála í Comunidad Valenciana og Comarca del Alto Palancia gerir það að verkum að nauðsynlegt er að skapa ný og betri störf, jafnt og þétt, á landsbyggðinni. Þetta mun hafa áhrif á félagshagfræðilegan vöxt bæjanna á svæðunum. Starfsmenn Ruralavanza leggja hart að sér að skapa þessi nýju störf og að bæta ráðningarhæfni íbúanna. Þau hafa skuldbundið sig til að sinna Alto Palancia og dreifbýlinu þar í kring. Starfsmenn Ruralavanza veðja á að framfarir í viðskiptaheiminum muni byggja á samkeppnisanda, þjálfun vinnuafls og sjálfbærri þróun. Því hlúa þau að þeim fyrirtækjum og verkefnum sem fjárfesta í efnahagslífi og leggja sitt af mörkum til þróunar á svæðinu með því að nýta sér styrkleika þess.

Reference Link:
https://www.ruralavanza.es/portfolio/proyecto-emprendizaje/