SOLOPRENEUR KORTLAGNING

SOLOPRENEUR er ætlað að svara kröfu vinnumarkaðsins um ákveðna hæfni og þekkingu sem krafist er af starfsfólki. Sérstök áhersla er á að aðstoða og efla einstaklinga sem búa í dreifðari byggðum í að skapa sér sína eigin atvinnu, því þessi hópur á oft erfiðara með að komast inn á vinnumarkað vegna búsetu.

Í IO2 munu samstarfsaðilar kortleggja þá hæfni og færni sem nauðsynleg er til að verða frumkvöðull. Auk þess að þróa skilvirkar lausnir í þjálfun munu samstarfsaðilar einnig greina og velja milli núverandi verkfæra/ úrræði / lausna sem auðvelda að stuðla að sjálfstæðum rekstri.

Í kortlagningu verkefnisins verður leitast við að skilgreina þá hæfni og færni sem nauðsynlegt er að búa yfir til að verða frumkvöðull og finna hvaða námsefni og þjálfunaraðferðir henta til að byggja upp þá færni.